LAMB


Snjallforritið LAMB er viðbót við Fjárvís, skýrsluhaldskerfi í sauðfjárrækt, sem auðveldar bændum skráningu á gripum til muna. LAMB Snjallforrit var gefið út í byrjun september 2016 við góðar viðtektir af Rusticity sfl.og Bændasamtökum Íslands.

Fjárvís er forrit fyrir sauðfjárbændur, sem vilja hafa góða yfirsýn yfir fjárbúskapinn. Skýrsluhald búsins er fært beint í tölvuna og skilað rafrænt til Bændasamtakanna í stað handskrifaðra fjárbóka. Þetta eykur skilvirkni og öryggi gagnanna, sem sendar eru í landsuppgjörið. Margvíslegar skýrslur gefa bændum yfirgripsmiklar upplýsingar bæði fyrir hvert einstakt ár sem og öll árin sem færð hafa verið í skýrsluhaldið. Í stað uppflettinga í mörgum fjárbókum nægir eitt lyklaborðsklikk til að fá heildaryfirlit, svo sem um æviferil einstakra áa o.fl. Frá síðastliðnu hausti var unnt að fá upplýsingar um slátrun flestra slátursleyfishafa á tölvutæku formi og lesa inn í Fjárvísi. Fyrsta útgáfa Fjárvísar (Dos-útgáfa) kom út árið 1993.  FJARVIS.IS er vefforrit sem tók við af þeirri útgáfu.

LAMB snjallforrit er hannað fyrir IOS og Android snjalltæki og unnið er að því að forritið virki einnig fyrir windows stýrikerfi sem þýðir að einnig verði hægt er að nota LAMB snjallforrit í far-og borðtölvum. Notendur munu þó þurfa áskrift af Fjárvís skýrsluhaldskerfi en öll gagnageymsla og -sendingar verða áfram í gegn um Fjárvís. LAMB býður upp á að fleiri en einn notandi getur skráð upplýsingingar á rauntíma og án nettengingar en upplýsingar uppfærast þegar skráningaraðili kemst í netsamband og velur að uppfæra. Notendur geta notað LAMB snjallforrit við skráningu og leit á burði,  í rétti, þungavigtun og fangskráningu. Hægt er að tengja örmerkjalesara við forritið.

Heimasíða snjallforritsins LAMB má finna hér