APPFENGUR


Snjallforritið APPFENGUR er viðbót við Worldfeng sem auðveldar eigendum íslenska hestsins um allan heim að skrá, leita og uppfæra.  APPFENGUR mun koma út fyrir almenna notendur haustið 2017.

WorldFengur er upprunaættbók íslenska hestsins. WorldFengur safnar saman upplýsingum um íslenska hesta innan landa FEIF (alþjóðasamtök eigenda íslenska hestsins) og eru þær aðgengilegar á vefnum. WorldFengur er samstarfsverkefni Bændasamtaka Íslands og FEIF um að þróa einn og viðurkenndan miðlægan gagnagrunn um íslenska hestinn hvar sem er í heiminum. Í WorldFeng er að finna viðamiklar upplýsingar um á fjórða hundrað þúsund íslenskra hesta og eykst fjöldi þeirra á hverjum degi. Mætti t.d. finna upplýsingar um ættartölu, afkvæmi, kynbótadóma, eigendur, ræktendur, kynbótamat, liti, örmerki og fleira. Einnig hefur WorldFengur að geyma um 13.000 myndir af kynbótahrossum.

APPFENGUR er hannað fyrir IOS, Android snjalltæki og fyrir windows stýrikerfi sem þýðir að einnig verði hægt er að nota snjallforritið í far-og borðtölvum. Notendur munu þó þurfa áskrift af Worlfengi en öll gagnageymsla og -sendingar verða áfram í gegn um Worldfeng.

APPFENGUR býður upp á að fleiri en einn notandi getur skráð upplýsingingar á rauntíma og án nettengingar en upplýsingar uppfærast þegar skráningaraðili kemst í netsamband og velur að uppfæra. Notendur geta notað APPFENG til að fylgjast með dómum, við skráningu og leit. Hægt er að tengja örmerkjalesara við forritið og uppfæra myndir beint úr snjalltæki.